Danfoss Ally snjallstýring

Örn Ingi frá Danfoss hf. kynnir hér Ally snjallstýringuna fyrir ofna og gólfhitakerfi

    Ally er sérlega hagnýtur búnaður sem einfaldar allar hitastýringar og getur auk þess haft í för með sér töluverðan orkusparnað. Ally kerfið er búið zigbee 3.0 samskiptamátanum sem þýðir að það má tengja öðrum snjallkerfum og búnaði frá öðrum framleiðendum. Beinn stuðningur er við vinsælar lausnir eins og Amazon Alexu og Google Home. 

    Það er handhægt að nýta Ally til að setja inn fyrirfram ákveðnar stýringar, þ.e. hvaða hitastig óskað er eftir á tilteknum tíma sólarhringsins. Ally lærir svo á umhverfi sitt og veit brátt hversu lengi kerfið er að hita herbergi um eina gráðu. Með því að skipuleggja á þennan hátt hitastig milli dags og nætur, virka daga og helgar, eða jafnvel yfir há daginn þegar enginn er heima eða þegar farið er í burtu í frí er einfalt að ná fram auknum þægindum og orkusparnaði.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband