Markaðsmál - Google auglýsingakerfið
Google er ekki aðeins stærsta leitarvél í heimi heldur eitt öflugasta auglýsingakerfi sem völ er á, þ.e. ef þú kannt að nota það.
Ólafur Jónsson, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu og Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnandi auglýsingastofunnar Digido, ræða hér saman um Google leitarvélina og auglýsingakerfið sem tengist henni.
Google auglýsingakerfið er gríðarlega öflugur vettvangur, sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geta nýtt sér til að koma sér og sínum vörum og þjónustu á framfæri. Það getur skipt öllu máli að birtast sem efst í leitarniðurstöðum og ýmslegt hægt að gera til að stuðla að því. Það getur hins vegar reynst erfitt að treysta á það sem kalla mætti náttúrulega leitarniðurstöður og því nauðsynlegt bjóða í leitarorð og tryggja þannig sýnileika á þessum mikilvæga markaðsvettvangi. Ef þú vilt vita hvernig Google virkar og hvaða leiðir eru þar í boði, hvað þú getur gert upp á eigin spýtur og hvenær er best að kalla til sérfræðinga, þá er tímanum vel varið í að horfa á þetta myndskeið.