Allt um loftræstikerfi með Karli H. Karlssyni
Karl Hákon Karlsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðsins, veit meira en flestir um loftræstikerfi og miðlar hér af þekkingu sinni og reynslu.
Í þá gömlu góðu daga voru hús fádæma óþétt, það blés nánast í gegnum þau og þau loftræstu sig því sjálf. Með breyttri byggingarhefð, nýrri tækni og efnum eru íbúðir og húsnæði almennt orðin mjög þétt og loftskipti af ytri völdum lítil sem engin. Þetta gerist t.a.m. þegar álgluggar og hurðir með gúmmíþéttingum koma til sögunnar. Afleiðingarnar eru margskonar enda eykur góð loftræsting vellíðan fólks og vinnur gegn myglu.
Hlustaðu á þennan fróðlega hlaðvarpsþátt í heild sinni.