Með nýrri reglugerð eykst þjónusta við starfsnámsnema og samstarf atvinnulífs og framhaldsskóla verður nánara. Markmiðið er að að auðvelda nemendum að ljúka starfsþjálfun sinni og auka skilvirkni vinnustaðanáms.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, IÐAN fræðslusetur og Rafmennt fyrir hönd atvinnulífsins hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu um að fjölga starfsnámsnemum og styrkja samstarf framhaldsskóla og atvinnulífs til eflingar vinnustaðanáms. Skrifað var undir samstarfsyfirlýsinguna í dag við hátíðlega athöfn í vélsmiðjunni Héðni.
Með nýrri reglugerð um vinnustaðanám nr. 180/2021 sem tekur gildi 1. ágúst 2021 er framhaldsskólum gert að hafa umsjón með nemum í vinnustaðanámi í samræmi við lög um framhaldsskóla nr. 92/2008. Þessar breytingar fela í sér aukna þjónustu við starfsnámsnema, faglegri umgjörð vinnustaðanáms og nánara samstarf atvinnulífs og framhaldsskóla. Þær eru auk þess til þess fallnar að auðvelda nemendum að ljúka starfsþjálfun sinni óháð stöðu í atvinnulífinu og auka skilvirkni vinnustaðanáms þar sem tímalengd þess miðast framvegis við hæfni nemenda skv. 7. gr. reglugerðarinnar, í stað fjölda vikna á vinnustað áður.
Með samstarfsyfirlýsingu þessari lýsa félögin f.h. atvinnulífsins sig reiðubúin til að:
Vinna hefst nú þegar við undirbúning samstarfsins.
Á myndinni má sjá Pál Magnússon, ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur stjórnarformann IÐUNNAR og Margréti Halldóru Arnarsdóttur stjórnarformann Rafmenntar, sem undirrituðu samninginn. Auk þeirra eru á myndinni Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR.