Sérstaða Ólafsson ginsins er íslenska vatnið

Þetta segir Arnar Jón Agnarsson framkvæmdastjóri Eyland Spirits en gintegundin hefur hlotið alþjóðleg verðlaun.

Arnar er sannkallaður ævintýramaður en hann hefur starfað sem atvinnumaður í handbolta, verið í veiðibransanum og er núna með bullandi golfdellu. Hann segir að hugmyndin af Ólafsson gin hafi einmitt komið í einni veiðiferðinni þegar umræðan um íslenska framleiðslu hafi farið á flug. Fyrst var hugmyndin að fara í framleiðslu og útflutning á whisky en svo þróaðist hún út í ginframleiðslu.

Fyrstu prufurnar af gininu voru gerðar í eldhúsinu heima hjá Arnari þannig að vegferðin hefur tekið tíma. Þetta hefur samt gengið vonum framar segir Arnar þrátt fyrir að landið hafi lokast í Covid og sala þar af leiðandi minnkað. En okkur hefur gengið vel segir hann.

Arnar segir að áhersla sé lögð á að vinna með fagmönnum, allt frá hönnun og framleiðslu til markaðsaðgerða. Nafnið er ramm íslenskt og kemur frá Eggerti Ólafssyni, sem er ekki öllum kunnur  segir hann, en Eggert skrifaði ferðabók ásamt Bjarna Pálssyni sem er mikilvæg söguleg heimild um aðstæður á Íslandi fyrr á tímum. 

Hér er á ferðinni skemmtilegt og fræðandi viðtal þar sem farið er yfir vegferð ginframleiðslunnar og framtíðarsýn fyrirtækisins.

Hægt er að hlusta á hlaðvarðið hér fyrir neðan en einnig er hægt að horfa á það á youtube.

 

 

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband