Kaffispjall um húsvernd á Íslandi

Ólafur Ástgeirsson sviðsstjóri byggingar- og mannvirkjasviðs, ræðir við Maríu Gísladóttur arkitekt hjá Minjastofnun Íslands, Magnús Skúlason arkitekt og Ölmu Sigurðardóttur verkefnastjóri húsverndar um húsvernd á Íslandi.

Húsverndarstofa er samstarfsverkefni sem Minjastofnun Íslands stendur að ásamt Borgarsögusafni Reykjavíkur og IÐUNNI fræðslusetri. Aðstaða Húsverndarstofu er í Árbæjarsafni og þar getur fólk fengið ráðgjöf um viðhald á gömlum húsum.

Á miðvikudögum frá kl. 3 til 5 getur fólk leitað eftir ráðgjöf í Kjöthúsi á Árbæjarsafni.

„Þangað kemur fagfólk, smiðir, arkitektar eða húseigendur,“ segir Alma og segir ráðgjöfina mjög vel nýtta. „Allt frá ráðleggingum um litaval út í stærri framkvæmdir, til dæmis að taka niður forskalningu og færa hús aftur til upprunalegs horfs.“

„Maður á að endurnýta og gera við, en ekki að fleygja, leggur Magnús áherslu á og segir viðfangsefnin fjölbreytt enda húsvernd mörgum hjartans mál. „Meira að segja sálræn vandamál, peningavandræði og nágrannaerjur,“ segir hann og segir ráðgjafana taka vel á móti öllum.

Kaffispjallið er tekið upp í aðsetri Húsverndar, Kjöthúsinu svokallaða sem var bjargað til varðveislu frá Vopnafirði. „Þjóðminjavörður bjargaði húsinu,“ segir Magnús frá en húsið var byggt um 1820.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband