Kaffispjall um húsvernd á Íslandi
Ólafur Ástgeirsson sviðsstjóri byggingar- og mannvirkjasviðs, ræðir við Maríu Gísladóttur arkitekt hjá Minjastofnun Íslands, Magnús Skúlason arkitekt og Ölmu Sigurðardóttur verkefnastjóri húsverndar um húsvernd á Íslandi.
Húsverndarstofa er samstarfsverkefni sem Minjastofnun Íslands stendur að ásamt Borgarsögusafni Reykjavíkur og IÐUNNI fræðslusetri. Aðstaða Húsverndarstofu er í Árbæjarsafni og þar getur fólk fengið ráðgjöf um viðhald á gömlum húsum.
Á miðvikudögum frá kl. 3 til 5 getur fólk leitað eftir ráðgjöf í Kjöthúsi á Árbæjarsafni.
„Þangað kemur fagfólk, smiðir, arkitektar eða húseigendur,“ segir Alma og segir ráðgjöfina mjög vel nýtta. „Allt frá ráðleggingum um litaval út í stærri framkvæmdir, til dæmis að taka niður forskalningu og færa hús aftur til upprunalegs horfs.“
„Maður á að endurnýta og gera við, en ekki að fleygja, leggur Magnús áherslu á og segir viðfangsefnin fjölbreytt enda húsvernd mörgum hjartans mál. „Meira að segja sálræn vandamál, peningavandræði og nágrannaerjur,“ segir hann og segir ráðgjafana taka vel á móti öllum.
Kaffispjallið er tekið upp í aðsetri Húsverndar, Kjöthúsinu svokallaða sem var bjargað til varðveislu frá Vopnafirði. „Þjóðminjavörður bjargaði húsinu,“ segir Magnús frá en húsið var byggt um 1820.