Stafrænar lausnir í skipulags- og byggingamálum
Guðmundur K. Jónsson er húsasmiður og borgarskipulagsfræðingur. Honum fannst vanta samræmda gátt til að hægt væri að fylgjast með og fá upplýsingar um framkvæmdir í byggingariðnaði.
Að námi loknu vann Guðmundur hjá Reykjavíkurborg og þar fékk ég dýrmæta reynslu segir hann. Með þá reynslu í farteskinu stofnaði hann ásamt Jökli Sólberg fyrirtækið Planitor.
Kveikjan að stofnun fyrirtækinu var að Guðmundi fannst skorta raunverulega yfirsýn yfir það hvað er verið að byggja mikið af húsnæði, hvernig húsnæði er verið að byggja og hvar.
Við erum hugbúnaðarfyrirtæki segir Guðmundur sem miðar að því að ná, með stafrænum hætti, utan um hvað er að gerast í mannvirkjagerð á Íslandi. Öll mál er geymd í fundargerðum og því vinna þeir félagar að því að samræma innihald þeirra þannig að það sé aðgengilegt. Ferlar verða þannig skilvirkari og yfirsýn meiri.
Mjög fróðlegt spjall sem við hvetjum aðila, úr byggingar- og mannvirkjagreinum, til að láta ekki fram hjá sér fara.
Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify