IÐAN tekur þátt í átaksverkefni stjórnvalda sem miðar að því að fjölga tækifærum fyrir iðnnema sem eru án námssamnings að komast í vinnustaðanám í sumar.
Markmiðið með átaksverkefninu er að hvetja fyrirtæki til að taka viðbótarnema og þar með fjölga nemum í vinnustaðanámi. Úrræði stjórnvalda er tímabundið og gildir frá 15. maí til 15. september 2021. Hverjum nema fylgir styrkur sem nemur launum skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags auk mótframlags í lífeyrissjóð. Fyrirtæki greiða önnur launatengd gjöld s.s. orlof, í sjúkrasjóð, tryggingagjald, orlofsheimilasjóð og Virk. Gert er ráð fyrir því að bæta við allt að 150 nýjum námssamningum í sumar hjá IÐUNNI. Þetta úrræði er fyrir þá nema sem eru skráðir í nám á vor- eða haustönn 2021 og eru án námssamnings. Iðnnemar skulu vera 18 ára (á árinu) og eldri.
Ferlið fyrir fyrirtækin er eftirfarandi:
Hér er hægt að sjá þau fyrirtæki sem þegar hafa skráð sig til þátttöku.
Vinnumálastofnun hefur gefið út uppgjörsleiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem eru þátttakendur í verkefninu.
Smelltu hér til að sækja leiðbeiningarnar