Vinnustaðanám í sumar

IÐAN tekur þátt í átaksverkefni stjórnvalda sem miðar að því að fjölga tækifærum fyrir iðnnema sem eru án námssamnings að komast í vinnustaðanám í sumar.

  Markmiðið með átaksverkefninu er að hvetja fyrirtæki til að taka viðbótarnema og þar með fjölga nemum í vinnustaðanámi. Úrræði stjórnvalda er tímabundið og gildir frá 15. maí til 15. september 2021. Hverjum nema fylgir styrkur sem nemur launum skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags auk mótframlags í lífeyrissjóð. Fyrirtæki greiða önnur launatengd gjöld s.s. orlof, í sjúkrasjóð, tryggingagjald, orlofsheimilasjóð og Virk. Gert er ráð fyrir því að bæta við allt að 150 nýjum námssamningum í sumar hjá IÐUNNI. Þetta úrræði er fyrir þá nema sem eru skráðir í nám á vor- eða haustönn 2021 og eru án námssamnings. Iðnnemar skulu vera 18 ára (á árinu) og eldri.  

  Ferlið fyrir fyrirtækin er eftirfarandi:

  • Iðnneminn hefur samband við tengilið fyrirtækisins og  sækir um tímabundinn námssamning sem getur að hámarki verið 2,5 mánuður. 
  • Tengiliður fyrirtækisins sendir umsókn um gerð námssamning til IÐUNNAR. IÐAN útbýr námssamning milli nema og meistara og sendir út til undirritunar. Stefnt er að rafrænum undirskriftum til að flýta ferlinu. Lokafrestur til að sækja um gerð námssamnings var 15. júní nk.
  • Að tímabilinu loknu staðfestir IÐAN að fengnum upplýsingum frá fyrirtækjunum að samningi hafi verið framfylgt. Fyrirtækið sækir í framhaldi um greiðslur vegna iðnnemana til VMST. Varðandi uppgjörsleiðbeiningar þá eru þær í vinnslu hjá Vinnumálastofnun og munum við koma þeim til þátttakenda í framtakinu um leið og þær eru tilbúnar.

  Hér er hægt að sjá þau fyrirtæki sem þegar hafa skráð sig til þátttöku.

  Vinnumálastofnun hefur gefið út uppgjörsleiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem eru þátttakendur í verkefninu.

  Smelltu hér til að sækja leiðbeiningarnar

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband