IÐAN gefur út stafrænar viðurkenningar á námi

Örugg og áreiðanleg viðurkenning á námi í samstarfi við Diplomasafe.

IÐAN fræðslusetur er í samstarfi við danska fyrirtækið Diplomasafe um útgáfu stafrænna viðurkenninga á námi.

Diplomasafe er öflugt þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur náð miklum árangri í þróun á öruggum og stafrænum lausnum. Stofnendur Diplomasafe komu til að mynda að þróun stafrænna skilríkja í Danmörku og vinna með Dansk Industry (DI) um innleiðingu stafrænna viðurkenninga. Fyrirtækið er virkt í þróun stafrænna viðurkenninga í Evrópu fyrir mismunandi skólastig og símenntunarstofnanir.

„Stafrænar viðurkenningar skapa tækifæri í því að gera færni og þekkingu sýnilega í stafrænum heimi. Þær eru öruggar, áreiðanlegar og vottaðar af þriðja aðila,“ segir Helen Gray þróunarstjóri IÐUNNAR sem lýsir tækninni að baki. „Stafræn viðurkenning inniheldur lýsigögn sem miðlað er með bjálkakeðju sem gerir það að verkum að ekki er hægt að falsa hana. Þetta skiptir gríðarlegu máli,“ segir Helen og tekur sem dæmi mat á erlendu námi. „Allt það ferli er skýrt dæmi um það hvernig stafræn viðurkenning á námi getur sparað tíma og aukið öryggi. Bæði fyrir umsækjanda og þann sem metur gögnin. Þessi aðferð mun einnig gera allar viðurkenningar, skírteini, vottanir sem einstaklingur öðlast, aðgengilegar á einum stað með þeim möguleika að deila stafrænt með öruggum hætti. Háskólar víða um heim eru farin skoða möguleikana sem felast í þessari nýju birtingamynd fræðslu og menntunar á öllum skólastigum og ekki síst á sviði símenntunar.“ 

„Það er meira að segja hægt að deila stafrænum viðurkenningum með alheiminum á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Linkedln á áreiðanlegan hátt,“ segir Helen og segir þróunina spennandi. „Stafrænar viðurkenningar munu umbreyta birtingarformi menntunar til framtíðar.“

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband