Skýjalausnir, gervigreind, djúpnám og algrími
Sveinn Hannesson er vélaverkfræðingur sem ákvað að færa sig yfir í tölvugeirann. Sveinn er framkvæmdastjóri Crayon á Íslandi og veitir, ásamt starfsfólki sínu, fyrirtækjum og stofnunum viða um heim ráðgjöf um hugbúnaðarmál.
Crayon er umsvifamikið ráðgjafafyrirtæki með starfsstöðvar í 35 löndum og um 2000 starfsmenn. Crayon vinnur með rótgrónum fyrirtækjum eins og Microsoft, Amazon og IBM og selur og veitir viðskiptavinum og samstarfsaðilum ráðgjöf til að nýta hugbúnað og stafrænar þjónustur sem best. Innan Crayon hefur orðið til sérhæfing í í samningum fyrir stórfyrirtæki þar sem flækjustigið getur orðið ansi hátt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig sérhæft sig í hvers kyns skýjalausnum.
Í þessum fróðlega hlaðvarpsþætti fræðir Sveinn hlustendur um þennan forvitnilega starfsvettvang, gervigreind og algrími og hvernig tæknin getur nýst bæði smáum fyrirtækjum og stórum.
Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify