Stafrænar viðurkenningar eru framtíðin
Fyrirkomulag kennslu á námskeiðum hefur haldist nær óbreytt í gegnum aldirnar. Við sitjum í kennslustofu og fáum að launum viðurkenningarskjal. En nú er þetta allt að breytast.
Stafrænar viðurkenningar eru allt í senn, gagnlegar, færanlegar og öruggar; þær gera færni, hæfni og þekkingu einstaklinga sýnilega í stafrænum heimi.
Þetta gefur alveg nýja vídd segir Helen Gray, þróunarstjóri IÐUNNAR. Þetta er gert þannig að starfræna viðurkenningin inniheldur lýsigögn sem miðlað er með bálkakeðju sem gerir það að verkum að ekki er hægt að falsa hana. Viðurkenningin er því örugg og áreiðanleg og vottuð af þriðja aðila.
Þetta skiptir gríðarlegu máli segir Helen og nefnir dæmi þegar útlendingar vilja fá menntun metna frá heimalandi sínu. Allt það ferli fer nú fram á pappír segir hún en þarna væri skýrt dæmi um hvernig stafrænar viðurkenningar myndu spara öllum tíma og auka öryggi. Bæði umsækjanda og þeim sem metur gögnin.
En er þetta eitthvað merkilegra en gamli góði pappírinn? Ég elska pappír segir Helen og við megum ekki gleyma því að stafræna viðurkenningu er einnig hægt að prenta út. Þetta er hins vegar allt annað dæmi. Þetta er áreiðanlegra og svo er hægt að deilda þessu með alheiminum á samfélagsmiðlum eins og Facebook eða LinkedIn.
Þetta er allt saman verulega spennandi þróun segir Helen. Við hjá IÐUNNI erum að þróa þessar lausn í samvinnu við danskt vottunarfyrirtæki fyrir símenntun í iðnaði. Við teljum að starfrænar viðurkenningar muni umbreyta birtingarformi menntunar til framtíðar.
Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify