Hvað gera stéttarfélög fyrir þig?
Finnbjörn Hermannsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að málefnum stéttarfélaga.
Hann hefur starfað í þeim geira frá 1997 en áður var hann kennari hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. „Ég var að kenna verðandi verkalýðsleiðtogum og trúnaðarmönnum um allt land“ segir Finnbjörn.
Verkalýðshreyfingin hefur í gegnum tíðina barist fyrir bættum kjörum almennings í landinu, svo komast þau mál í farveg og verða að lögum og þá njóta allir. Það má ekki gleymast að í upphafi voru þessi mál alls ekki sjálfsögð segir Finnbjörn. Þetta eru t.d. lífeyrismál, orlofsmál, sjúkrasjóðir og aðbúnaðarmál. Núna eru leiguíbúðir helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar til þess að hjálpa þeim sem eiga erfiðast með að komast út á íbúðamarkaðinn segir hann.
Hlutverk stéttarfélaga er mjög fjölbreytt en þau leggja sig fram við að þjónusta félagsmenn sína eins vel og hægt er.
Í þessu viðtali fer Finnbjörn yfir helstu þjónustuleiðir og tilgang stéttarfélaga. Hann fer m.a. yfir hvað eru kjarasamningar, orlofsuppbætur, sjúkrasjóðir, stytting vinnuvikunnar og atvinnuhorfur fyrir árið 2021.
Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify