Kaffispjall um umbúðir og umbúðahönnun
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir, sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs, ræðir við Maríu Möndu Ívarsdóttur.
Á Íslandi eru framleiddar umbúðir fyrir bæði íslenskar og erlendar vörur í töluverðu magni þrátt fyrir smæð markaðarins. Til dæmis í sælgætis -og matvælaiðnaði. Umbúðahönnun -og framleiðsla er ört vaxandi geiri í prentiðnaði í heiminum og notkun pappírs færist í aukana. María Manda Ívarsdóttir umbúðahönnuður og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir sviðstjóri prent -og miðlunarsviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri settust niður í kaffispjall og ræddu um málefni tengd umbúðahönnun og framleiðslu á Íslandi. Þær voru sammála um að þróun í hönnun umbúða væri ör og framleiðslan sífellt sjálfbærari. Hugmyndauðgin í hönnun væri eftirtektarverð og skoðuðu þær saman nokkrar umbúðir af íslenskri og erlendri matvöru.
María Manda sér um ný vefnámskeið um allt sem tengist umbúðum, frá hugmynd, til hönnunar, framleiðslu og notkunar. Námskeiðin verða alls sex talsins, fyrstu tvö eru komin á vefinn.