Ég vil finna flötinn, svo lausnina og bara byrja

Þetta segir Friðgeir Ingi Eiríksson eigandi Eiriksson Brasserie um hvernig hann nálgast verkefni veitingastaðarins alla daga. Þessi hugsunarháttur kom honum vel þegar heimsfaraldur skall á og hugsa þurfti hratt upp nýjar lausnir.

Friðgeir Eiríksson
Friðgeir Eiríksson

    Friðgeir byrjaði ungur í uppvaskinu á Hótel Holti og fór svo í nám í matreiðslu sem hann segir vera á heimsmælikvarða hér á landi. Ástæðan er meistarakerfið á Íslandi. Fyrir nema, að geta unnið undir handleiðslu meistara og vera einnig í námi gerir hann tilbúinn í vinnu strax að námi loknu. Neminn er þannig kominn með ákveðið verkvit og færni og getur byrjað sem fullgildur starfsmaður.

    Að loknu námi fór Friðrik til Frakklands og ætlaði að dvelja þar í eitt ár sem endaði í fimm árum. Þar vann hann sig upp í að vera yfirkokkur á Mitchelin stað á tveimur árum. Hann segir þá reynslu hafa mótað sig til framtíðar. Það er töluverður munur í íslenskri og franskri matargerð. Í Frakklandi er t.a.m. tekið mið af árstíðunun í matargerð og unnið meira með hráefni sem tengist hverri árstíð heldur en hér á Íslandi. Friðgeir snéri svo heim árið 2007 og rak Hótel Holt ásamt föður sínum í tíu ár áður en að hann fór út í rekstur á Eiriksson Brasserie.

    Friðrik segir staðsetningu á veitingahúsi skipta miklu máli. Nú er hann staðsettur á Laugarveginum og finnur mun frá því að vera á Bergstaðastrætinu.

    Hugmyndafræðin á bak við Eiriksson Brasserie er fjölbreytni, við erum hvorki ítalskur né franskur veitingastaður. Við gerum bara það sem við viljum segir hann og þess vegna valdi hann að setja Brasserie í nafnið á staðnum. Honum finnst það vera vítt hugtak og vill tengja það við verð og gæði staðarins. Matseðillinn er einnig hannaður fyrir Íslendinga ekki erlenda túrista og telur Friðgeir það hafa skipt sköpum í núverandi ástandi. Hráefni er íslenskt eins mikið og hægt er en Friðgeir leggur líka áherslu á að gæði hráefnisins þurfi að vera jafnt allt árið. Það skapi stundum flækjustig og því þurfi að leita til erlendra birgja í einhverju mæli.

    Í heimsfaraldri þurfti Friðgeir að hugsa nýjar leiðir til að þjónusta viðskiptavini og á tveimur dögum breytti hann veitingastaðnum í „take away" og heimsendinga stað sem hefur haft nóg að gera. Þá kom sér vel að vera leikinn í að finna flötinn, svo lausnina og byrja bara. Hann opnaði einnig litla búð með lúxus vörum. Þá þurfti líka að hugsa hratt og bara byrja að framleiða í kælinn segir hann.

    Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify

     

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband