Um rafbíla - rafhlaðan og mótorinn

Sigurður Svavar Indriðason, bílaverkfræðingur og sviðsstjóri bílgreinasviðs hjá IÐUNNI, heldur hér áfram umfjöllun sinni um rafbíla.

Í þessu myndskeiði fjallar Sigurður um rafhlöðuna og mótorinn í rafbílum. Rafhlaðan er stærsti einstaki íhlutur rafbíls og staðsetning hennar gerir það að verkum að þyngdarpunktur rafbíla er neðar en á flestum hefðbundnum bílum. Þetta hefur það í för með sér að aksturseiginleikar rafbíla eru oft mjög góðir miðað við þyngd.

Hér er hægt að sjá fyrsta myndskeiðið, Ertu að fara að kaupa þér rafbíl, í þessari röð okkar um rafbíla.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband