Upplifun viðskiptavina skiptir öllu máli

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er reynslubolti þegar kemur að ferðaþjónustu. Hún hefur starfað í þeim geira frá árið 2008 og hefur samhliða því lokið mastersnámi í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

  Aðalheiður segir það gríðarlega mikilvægt að hlusta og skilja upplifun viðskiptavina og starfsfólks. Lokaverkefnið hennar í mastersnáminu fjallaði um þátttöku framlínustarfsfólks og viðskiptavina í nýsköpun og umbótum innan fyrirtækja. Þetta viðfangsefni á hug hennar allan. Hún segir að stjórnendur þurfi að búa til farveg fyrir raddir þessa hóps innan sinna fyrirtækja.

  Aðalheiður er nýtekin við stöðu framkvæmdastjóra Vök Baths sem eru heitar náttúrulaugar staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Hún segist hlakka til að takast á við nýjar og spennandi áskoranir sem starfinu fylgja og vill leggja áherslu á að auka hlut ferðamanna á Austurland í samvinnu við alla ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Um 25% erlendra ferðamanna heimsækja Austurland segir hún og bendir á að tækifærin eru gríðarlega mörg. Vök Baths er merkilegt á margan hátt en jarðhitavatnið sem kemur úr borholum Urriðavatns er svo hreint að það hefur verið vottað hæft til drykkjar en ekkert jarðhitavatn hér á landi hefur fengið þá vottun. Hún er viss um að Austurland eigi töluvert inni og geti lokkað til sín mun fleiri ferðamenn með fjölbreyttri þjónustu og upplifun. 

  Aðalheiður er gríðarlega árangursdrifin. Hana hlakkar til að vinna með heimamönnum og vill nota mælingar til að meta árangur. Umfram allt vill hún tala við gestina, heyra þeirra upplifun og sýna þeim áhuga. Ferðaþjónustan þarf nefnilega að vinna saman segir hún, við þurfum ekki öll að finna upp hjólið. Við þurfum alltaf að hugsa okkur sem sterk vörumerki og hlúa að upplifun allra gesta. 

  Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband