Sénsar eru aldrei í lagi - um fæðuóþol og fæðuofnæmi

Fyrir ellefu árum þurfi Selma Árnadóttir að setja sig í nýjar stellingar þegar þeim hjónum fæddist dóttir þar sem hvert ofnæmið af öðru datt inn hjá barninu.

Selma Árnadóttir
Selma Árnadóttir

Í þessum þætti af Augnabliki í iðnaði segir Selma Árnadóttir sögu sína ásamt því að fjalla um hvar starfsmenn mötuneyta og veitingahúsa geti aflað sér þekkingar um fæðuóþol og fæðuofnæmi. Þá segir hún okkur hvað ber að hafa í huga, fyrstu viðbrögð við bráðaofnæmi og fer yfir innihaldslýsingar á matvælum.

Ábyrgð matvælaframleiðenda og þeirra sem elda mat fyrir fólk með ofnæmi er mikil og grundvallarreglan er alltaf sú að taka aldrei neina sénsa. Neyðarpenninn gefur eingöngu frest til þess að komast undir læknishendur. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Astma og ofnæmisfélags íslands

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband