Íslendingar eiga að búa í sjálfbærum húsum

Finnur Sveinsson og Gísli Sigmundsson ræddu um sjálfbærni í byggingariðnaði

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn annar fyrirlestur IÐUNNAR í samstarfi með Grænni byggð um sjálfbærni í byggingariðnaði. „Það þurfti ekki að tala, heldur þurfti bara að ráðast í þetta,” sagði Finnur Sveinsson umhverfisfræðingur og ráðgjafi um ákvörðun hans og eiginkonunnar, Þórdísar, um að byggja fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið.

Íslendingar framleiða vistvæna orku lifa af hreinum og náttúrulegum afurðum, fisk og landbúnaðarvörum og svo framvegis og auðvitað eigum við þá að búa í vistvænum húsum líka en það er síðasta púslið að hreinu og tæru Íslandi að mati Finns. Gísli Sigmundsson segist sniðganga alfarið rotgjörn efni og segist gera betur með hverjum deginum í sínum innkaupum á byggingarefnum. Gísli fór svo einnig yfir það hvernig hann þurfti að aðlagast nýjum verkferlum þegar kom að því að byggja umhverfisvænt, þó engar róttækar breytingar en hann er mikill talsmaður þess að iðnaðarmenn vinni og byggi vistvænt eftir þetta verkefni. 

Hægt er að sjá upptöku af fyrirlestrinum í heild hér fyrir ofan en um leið minnum við á þann næsta sem verður haldinn 10. desember nk. Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar og Bjarma Magnúsdóttir verkefnastjóri ÍAV verða þá með innskot.

Hægt er að skrá sig hér

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband