Skýrsla OECD um samkeppnismat og lögverndun iðngreina

Á dögunum kom út ný skýrsla OECD um samkeppnismat íslenskrar ferðaþjónustu og byggingariðnaðar.

Skýrslan var unnin í samvinnu við Samkeppniseftirlitið og í henni eru gerðar 438 tillögur til breytinga á regluverki sem eru sagðar af skýrsluhöfundum til þess fallnar að einfalda og regluverkið og gera það sveigjanlegra fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í þessum greinum.

Á meðal þess sem er lagt til er að lögverndun bakara og ljósmyndara verði afnumin. Mikil umræða hefur skapast um efni skýrslunnar og um lögverndun iðngreina á Íslandi. IÐAN fræðslusetur lét því þýða valda kafla skýrslunnar fyrir félagsmenn. 

Hér má finna skýrsluna

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband