Baráttan um íslenskuna
Hélt einhver að starf íslenskra málfræðinga væri rólegt og tíðindalaust starf? Það gustar um Eirík Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, sem er gestur okkar í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði á degi íslenskrar tungu.
Hann er óhræddur við að taka slagi og gagnrýna en vill gera það á uppbyggilegan hátt og af umburðarlyndi. Eiríkur segir okkur frá mikilvægi máltækni fyrir almenning og fyrirtæki. Máltækni er grunnur að notkun tungumáls í viðmóti tölva og ýmissa forrita. Það að forrit og tölvubúnaður geti notað íslensku er forsenda þess að tungumálið dafni og Eiríkur minnir á að ábyrgðin er okkar. Ef það er ekki vilji til að nota íslenskt tungumál þá sé orrustan töpuð.
Hægt er að hlusta hér fyrir neðan, eða á Spotify.