Um hlaðvörp
IÐAN fræðslusetur fór nýlega í samstarf við Önnu Marsibil Clausen um gerð örnámskeiðs um hlaðvörp. Nú er afraksturinn kominn á vefinn og er öllum aðgengilegur sem áhuga hafa á YouTube rás IÐUNNAR.
Örnámskeiðinu er skipt niður í sex hluta. Fjallað er almennt um hlaðvörp og eðli þeirra, hvar hægt er að finna hlaðvörp og hvernig má hlusta á þau en einnig hvernig þátttakendur geta tekið upp sín eigin hlaðvörp með aðstoð snjallsíma.
Anna Marsibil Clausen er með B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá HÍ og hefur að auki lokið meistaranámi við UC Berkeley Graduate School of Journalism. Lokaverkefni hennar fjallaði um hvernig það er að bíða dauðans á dauðadeild Kaliforníuríkis. Anna hefur skrifað fyrir Monitor, mbl.is, Iceland Review og Kjarnann. Þá hafa verk hennar birst hjá NPR og Pulitzer Center for Crisis Reporting. Anna hóf störf á Rás 1 í janúar 2019 og stýrir þættinum Lestinni ásamt því að vinna að ýmsum öðrum þáttum.