Aðgerðir vegna Covid 19

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar sem varða starfsemi IÐUNNAR fræðsluseturs næstu vikurnar.

Námskeið IÐUNNAR

Næstu tvær vikurnar verður námsframboð og kennsla hjá IÐUNNI með öðrum hætti en vant er. Við fylgjum tilmælum stjórnvalda hvað varðar sóttvarnir og bjóðum upp einnig á fjarkennslu þar sem því verður viðkomið.

Skrifstofur að Vatnagörðum 20

Við höfum takmarkað aðgang að skrifstofum IÐUNNAR vegna COVID-19. Við tökum við erindum í tölvupósti eða á spjalli á vef okkar, en ef þú átt nauðsynlegt erindi á skrifstofur IÐUNNAR er hægt að fá inngöngu með því að hringja í símanúmer sem eru birt á útihurð. Ef þú ert með skjöl til afhendingar, vinsamlegast settu þau í póstkassa sem er staðsettur gengt inngangi.

Sveinspróf og námssamningar

Upplýsingar um umsóknarfresti vegna næstu Sveinsprófa má finna hér á  IÐUNNAR.Væntanlegir próftakar eru hvattir til að fylgjast með nánari tilkynningum um framkvæmd sveinsprófanna á heimasíðu IÐUNNAR en nýjar fréttir og hugsanlegar breytingar á tímasetningum verða uppfærðar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir. Við hvetjum nema til að senda okkur rafrænar umsóknir.


Náms og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR fræðsluseturs bjóða upp á rafræna ráðgjöf. Hægt er að hafa samband í síma 590 6400 eða senda fyrirspurnir á radgjof@idan.is. Endilega hafið samband við ráðgjafana okkar sem munu svara fyrirspurnum fljótt og vel.

Fyrirspurnir

Við svörum að sjálfsögðu öllum fyrirspurnum áfram, s.s. mat og viðurkenning á erlendri starfsmenntun og starfsreynslu, Erasmus plús náms-og starfsmannskiptum. Sendið okkur tölvupóst eða nýtið ykkur spjallið á vefnum okkar.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband