Steypa er ekki bara steypa
Guðni Jónsson byggingaverkfræðingur er með trésmíða- og tækninám í grunninn. Í verkfræðináminu heillaðist hann svo að efnisfræði og eins og hann segir sjálfur að þá „tók steypan yfir".
Guðni starfar í dag hjá verkfræðistofunni Eflu og kennir einnig við Háskólann í Reykjavík.
Hér ræðir hann við hlaðvarpið okkar Augnablik í iðnaði um upphaf steypugerðar, framleiðsluna á Íslandi og hvað ber að hafa í huga þegar blanda á steypu og nota hana í margvísleg verkefni. Umhverfismálin eru ofarlega í hugum margra og þá þarf að gera viðeigandi ráðstafanir, rannsaka og framleiða umhverfisvænni kosti.
Guðni hefur nýlokið tökum á vefnámskeiði um steypu, fyrir okkur hjá IÐUNNI, og mun það koma út innan skamms.
Augnablik í iðnaði · Steypa er ekki bara steypa! Allt um steypu með Guðna Jónssyni byggingaverkfræðingi
Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify