Eldstæðið, atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla

Eva Michelsen er hugmyndasmiður og frumkvöðull. Hún hefur stofnað deilieldhús þar sem markmiðið er að auka aðgengi, þeirra sem framleða eða hyggja á framleiðsl á matvælum, að vottuðu eldhúsi.

  Eva hefur komið víða við og segir sjálf að hún þurfi alltaf að vera að vinna að fjölbreyttum verkefnum. Sumir kalla hana meira að segja ofvirka en hún segist bara vera virk og hafa gamana að lífinu. Hún hefur tekið þátt í uppbyggingu á margvíslegum verkenfum eins og Sjávarklasanum og Lífgæðasetri.

  Í dag á Eldstæðið, deilieldhús fyrir matvælaframleiðslu, hug hennar allan. Hugmyndinni af því kynntist Eva í Bandaríkjunum og hefur hún nú sett upp fjórar starfststöðvar fyrir fólk sem vill þróa hugmyndir sínar í matarframleiðslu án þess að þurfa að legga út í gífurlegan kostnað.

  Eldstæðið er því kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla því þar er viðurkennt eldhús með öllum helstu grunntækjum til matvælaframleiðslu.

   

  Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

   

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband