Kaffispjall við Inga Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóra yfir prenthluta starfsemi WAN-IFRA
Ingi Rafn Ólafsson er fyrsti gesturinn í Kaffispjalli IÐUNNAR.
Ingi Rafn tók í byrjun árs við starfi framkvæmdastjóra yfir prenthluta starfsemi WAN-IFRA, alþjóðasamtaka dagblaða og fjölmiðlafyrirtækja. Samtökin starfa í Þýskalandi, Frakklandi, Singapore, Indlandi og Mexíkó. Meðlimir samtakanna eru um þrjú þúsund talsins.
Ingi Rafn hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar, markaðsstjóri verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hjá Hvíta húsinu og sem sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri.
Hlustaðu á fleiri þætti af Augnablik í iðnaði á Spotify eða Soundcloud.