Allt sem þig langar að vita um heimahleðslur á rafbílum

Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, mætti nýlega í Augnablik í iðnaði og fræddi okkur um allt það sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi hleðslu rafbíla.

Sigurður varar við því að fólk hlaði bílinn sinn á hefðbundnum heimilistengli og ráðleggur öllum að leita lausna hjá sérfræðingum um heimahleðslustöðvar. Hann mælir með því að heimahleðslustöðvar séu tengdar beint í töflu og tilkynntar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðal annars er mikilvægt að hleðslustöðin sé varin með eiginn lekaliða en sé alls ekki á sama lekaliða og húsið allt.

Eitt af því sem þarf að hafa í huga við kaup á hleðslustöð er að velja þá stöð sem hentar þörfum hvers og það borgar sig alltaf að kynna sér málið vel. Það eru til einfaldar stöðvar og snjallstöðvar, en þær eru tengdar við netið. Kaplar geta einnig verið verið áfastir eða með tengli.

Til eru frábærar lausnir fyrir fjölbýlishús og það er engin tæknileg fyrirstaða fyrir því að eiga rafbíl í fjölbýli. Margir halda að það sé of mikið vesen með tengingar en Sigurður fullvissar okkur um að slíkt sé rangt hvetur fólk til að kynna sér málið. Fyrirtæki sem selja lausnir fyrir rafbílaeigendur veita ráðgjöf um bestu lausnir hverju sinni.

Hlustaðu á fleiri þætti af Augnablik í iðnaði á Spotify eða Soundcloud.

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband