Vistaðu og skipulegðu myndasafnið þitt með Google Photos

Google Photos er stórsniðugt lausn til að hýsa, skipuleggja og deila ljósmyndum eða myndskeiðum á einfaldan hátt á vefnum.

Google Photos er ein af fjölmörgum ókeypis lausnum sem Google hugbúnaðarrisinn býður upp á. Google Photos er þægileg leið til að hýsa jafnvel stærstu myndasöfn, koma skikkan á þau og jafnvel deila með vinum og kunningum. Google Photos er skýjalausn og þú hefur aðgang að henni í gegnum app í símanum þínum eða á vefnum. Með því að geyma myndir á þennan hátt er bæði hægt að spara pláss á símanum og koma í veg fyrir að myndir tapist, t.d. ef síminn glatast eða skemmist.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband