Minnt á sjálfbærni pappírs

Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, var afhent fræðslurit um sjálfbærni pappírs í lýðveldisgarðinum í dag.

Þegar fjallað er um sjálfbærni pappírs og prentiðnaðar er mikilvægt að skilja að staðreyndir og sleggjudóma. Pappírsiðnaður er leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum aðföngum, endurnýjanlegri orku og hlutfalli endurvinnslu.

Þrátt fyrir það eru mýtur um pappír lífseigar á meðal neytenda.

Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, var afhent fræðslurit um sjálfbærni pappírs í lýðveldisgarðinum í dag. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs -og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi skóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggja að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í samstarfi IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, Grafíu og pappírsinnflytjenda og stuðst við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs -og prentiðnaðar.

Það er full þörf á upplýsingu um sjálfbærni þessa iðnaðar sem hefur átt undir högg að sækja og oft stillt upp að ósekju sem óumhverfisvænum kosti. Prentun færist einnig í auknum mæli út fyrir landsteinana. Nú er til dæmis svo komið að 78% bókatitla eru prentaður erlendis.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband