Þrívíddarprentun í bílaiðnaði

Þrívíddarprentun er komin til að vera og býður þessi tækni upp á einstaka möguleika sem vert er að kynna sér nánar.

Þrívíddarprentun hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár í hinum ýmsu greinum og er bílaiðnaðurinn þar engin undantekning. IÐAN býður upp á námskeið þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynna sér grunn hugtök þrívíddarprentunar og læra að prenta einfalda hluti í þrívídd. Námskeiðið er ekki síst ætlað til þess að sýna hvernig þrívíddarprentun getur verið nýtt á ýmsa vegu innan bílaiðnaðarins, hvort sem er í framleiðslu eða viðgerðum.

Smelltu hér til að skrá þig

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband