LEAN fyrir verkstæði

IÐAN fræðslusetur býður upp á námskeið í LEAN aðferðafræðinni fyrir bifreiðaverkstæði þann 11. nóvember nk.

    LeanManagement (straumlínustjórnun) á rætur sínar að rekja til bílaiðnaðarins, nánar tiltekið til stjórnkerfis Toyota.Toyota fann upp nýjar aðferðir til að bæta framleiðslu og stjórnun þar sem virði viðskiptavinarins var ávallt haft að leiðarljósi. Í um 40 ár hafa fyrirtæki um allan heim tileinkað sér aðferðir Toyota til að auka framleiðni, sveigjanleika, flæði framleiðslunnar og til að bæta þjónustu tilviðskiptavina. Afrakstur vinnunnar er ávallt veruleg lækkun á kostnaði.

    Lýsing á námskeiðinu

    Fjallað verður um grunnatriðin í LEAN hugmyndafræðinni ásamt helstu aðferðum sem fyrirtæki nýta sértil að bæta reksturinn. Tekin verða dæmi frá verkstæðum sem og öðrum vinnustöðum sem hafa nýtt sér aðferðir LEAN á árangursríkan hátt. Námskeiðið er 2 dagar(3 klst í senn):

    Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á LEAN og geti gert sér hugarlund um hvernig LEAN nýtist til að gera úrbætur á vinnustaðnum.  

    Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband