Vinnuvélahermarnir hjá Vinnueftirlitinu

Vinnueftirlitið hefur tekið í notkun nýja og mjög fullkomna herma sem eru ætlaðir til kennslu til verklegra réttinda á vinnuvélar.

Nýju hermarnir eru mjög raunverulegir og líkja t.a.m. vel eftir eðlilegum hreyfingum vinnuvéla við raunaðstæður. Hermarnir gefa einnig mikla möguleika hvað það varðar að kenna öllum við nákvæmlega sömu aðstæður. Hermarnir nýtast einnig til próftöku sem er algjör bylting frá því sem var.

IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölbreytt vinnuvélanámskeið í samstarfi við Vinnueftirlitið. Námskeiðin veita réttindi á ýmsar gerðir vinnuvéla, s.s. lyftara, dráttarvéla, jarðvinnuvéla, körfukrana, spjót, valtara, steypudælur og fleira.

Smelltu hér til að sjá hvaða vinnuvélanámskeið verða haldin á næstunni.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband