Aðalfundur IÐUNNAR

Aðalfundur IÐUNNAR fræðsluseturs fór fram í dag, fimmtudaginn 17. október.

Aðalfundur IÐUNNAR fór fram í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs, að Vatnagörðum 20 í Reykjavík og var hann vel sóttur. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, lagður var fram ársreikningur og ársskýrslan birt á vefnum líkt og venja er hjá IÐUNNI. Þá var kosin ný stjórn IÐUNNAR. Aðalfundi lauk svo á einkar fróðlegu erindi Heiðrúnar Hrundar Jónsdóttur, doktorsnema og verkefnastjóra, um námsval og brotthvarf úr skólum.

Myndir frá viðburðinum eru birtar á Facebook síðu IÐUNNAR.

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband