Námskeið fyrir almenna starfsmenn í byggingariðnaði
IÐAN fræðslusetur í samstarfi við Eflingu og Starfsafl mun bjóða upp á námskeið í skyndihjálp og fallvörnum nú á haustönn 2019.
Í nýgerðum kjarasamningi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins 2019 er skilgreint að byggingarstarfsmenn eiga rétt á að sækja námskeið í allt að 8 klst. á fyrsta starfsári í skyndihjálp, fallvörnum og öryggi og heilbrigði á vinnustað.
IÐAN fræðslusetur í samstarfi við Eflingu og Starfsafl mun bjóða upp á námskeið í skyndihjálp og fallvörnum nú á haustönn 2019. Hvort námskeið um sig er 4 klukkutímar.
Námskeiðin eru kennd hjá IÐUNNI í Vatnagörðum 20 en einnig býðst fyrirtækjum að fá þau á sínar starfsstöðvar.
Skráning á námskeið
- Skyndihjálp
3. október
31. október
20. nóvember
- Fallvarnir - Vinna í hæð
11. október
23. október
21. nóvember
Starfsafl styrkir fyrirtæki vegna allrar fræðslu fyrir starfsmenn. Sjá nánar www.starfsafl.is