IÐAN býður upp á SDU Detail grunnnámskeið
IÐAN fræðslusetur býður upp á SDU Detail (Smart Detailing University) grunnnámskeið í samstarfi við Classic Detail vefverslunina. Námskeiðið verður haldið þann 7. september nk. og eru örfá sæti laus.
IÐAN fræðslusetur býður upp á SDU Detail (Smart Detailing University) grunnnámskeið í samstarfi við Classic Detail vefverslunina. Námskeiðið verður haldið þann 7. september nk. og eru örfá sæti laus.
Á námskeiðinu verður kennd rétt tækni við þvott á bíl (2ja fötu tækni) og fjallað um val á efnum, vélum og tækjum. Þá verður einnig kennd notkun á froðusprautu, hjámiðju mössunarvélum og notkun og val á leir og leirhönskum. Ítarlegri lýsingu má finna á vef IÐUNNAR.
Classic Detail sérhæfir sig í bón og hreinsivörum og er m.a. umboðsaðili hinna vinsælu Chemical Guys vara. Leiðbeinandi á námskeiðinu hefur lokið öllum námskeiðum frá SDU og hafa sérfræðingar Chemical Guys tekið út aðstöðu, tæki og staðfest SDU kennsluréttindi.
Fullt verð er 17.800 kr en félagsmenn IÐUNNAR greiða 9.500 kr.