Ný persónuverndarlög - fyrstu skrefin

Fimmtudaginn 18. janúar sl. mætti Hörður Helgi Helgason, lögmaður, til okkar í Vatnagarðana og kynnti fyrir starfsmönnum löggjöfina og fyrstu skrefin í vinnunni sem er framundan hjá IÐUNNI í tengslum við innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins.

Þann 25. maí 2018 tekur gildi ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins og verða þá settar ríkar kröfur á fyrirtæki og stofnanir um meðferð og varðveislu persónuupplýsinga. IÐAN fræðslusetur er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir þær breytingar sem löggjöfin boðar og hefur í því skyni fengið til liðs við sig Lögmannastofuna Landslög.

Fimmtudaginn 18. janúar sl. mætti Hörður Helgi Helgason, lögmaður, til okkar í Vatnagarðana og kynnti fyrir starfsmönnum löggjöfina og fyrstu skrefin í vinnunni sem er framundan hjá IÐUNNI í tengslum við innleiðingu hennar. Við tókum erindi Helga upp og birtum hér með í heild sinni.
 
Í erindinu veitir Helgi góða innsýn í hina nýju löggjöf og ætti það að koma að góðum notum fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem standa í sömu sporum og IÐAN fræðslusetur og eru að taka sín fyrstu skref í innleiðingu á GDPR.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband