Fréttir og fróðleikur
Notaði krísur til að efla reksturinn
Frumkvöðlahugsun að breyta rekstri í hönnun
Sjálfbærni er sjálfsögð og almenn krafa viðskiptavina í dag
Kristján Schram markaðssérfræðingur kom í kaffispjall til Kristjönu Guðbrandsdóttur og ræddi um um þróun markaðsmála í heimsfaraldri og sterkari kröfu fólks um innihald og gæði. Kristján segir fyrirtæki huga mun betur en áður að heildinni í markaðsmálum og mörg fyrirtæki hafi ákveðið að gera djarfar en tímabærar breytingar.
Stóraukinn áhugi á ljósmyndun hefur gert það að verkum að útgáfa og sala á ljósmyndabókum hefur aukist á síðustu árum. Marteinn Jónasson prentmiðlari gefur innsýn í starf sitt í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði.
Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri og annar eigandi prentsmiðjunnar Prentmets Odda mætti í hlaðvarpið Augnablik í iðnaði og ræddi um tækifæri í umhverfisvænum íslenskum prentiðnaði, mikilvægi þess að þjónusta landsbyggðina, pappírsskort á heimsvísu og framtíð bókaprentunar hér á landi.
„Ég held að á Norðurlöndum sé hlustun á bækur orðinn þriðjungur af lestri á almennum markaði,“ segir Halldór Guðmundsson rithöfundur, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi til fjöldamargra ára.
Lífseigur áróður um að pappírsnotkun valdi skógareyðingu er ekki á rökum reistur. Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins skrifaði á dögum ítarlega fréttaskýringu um sjálfbærni pappírsnotkunar og hér er birtur hluti hennar.
„Hinn stafræni heimur og samfélagsmiðlar, munurinn á þessu og hinum „raunverulega heimi“, er eins og munurinn á skyndikynnum og giftingu,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, alltaf kallaður Goddur, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands spurður um samfélagsmiðla algórythma og það hvort hönnun stýrð af gervigreind verði alfarið ráðandi í framtíðinni.
Díana Sigurfinnsdóttir viðskiptastjóri hjá Prentmet Odda er reynslubolti í faginu. Hún segir stórar breytingar hafa átt sér stað í prentgeiranum frá því að hún hóf störf