Málm- og véltæknigreinar
Markmið Iðunnar fyrir málm- og véltæknigreinar er að sinna símenntun fyrir málm- og véltækniðnað á Íslandi. Félagar í FIT, VM og Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri njóta niðurgreiddra námskeiða Iðunnar.
Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er yfir hvernig má vinna í hæð á öruggan hátt. Áhættumat við vinnu í hæð þarf að fara fram nokkru áður en vinnan hefst.
Lengd
...Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði læra þátttakendur grundvallaratriði í notkun rennibekkja, bor- og fræsivéla. Fjallað er um öryggis- og umgengnisreglur ásamt umhirðu þessara tækja.
Lengd
...Kennari
Bjarki BjarnasonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Inntak námskeiðsins er miðað við undirbúning til hæfnisvottunar í kæli- og frystitækni samkvæmt opinberum kröfum (nr. 1066/2019, 517/2014, 590/2018 og 2067/2015 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir). Námskeiðið endar með mati til vottunar hjá UST. Kennsla: Tveir dagar 09.00 - 16.00 Próf í samráði við kennara: 6 klst.
Lengd
...Kennari
Kristján Kristjánsson, tæknifræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum? Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál? Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins.
Lengd
...Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.
Lengd
...Kennari
Kennarar Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir. Kennsla fer fram á ensku.
Lengd
...Kennari
Kennarar Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið beinir kastljósinu að tæknikerfum í verksmiðjum, sérstaklega stjórnkerfum og jaðarbúnaði. Hvernig best er að reka tæknikerfin og viðhalda þeim til að tryggja stöðuga framleiðslu og langan líftíma verksmiðjunnar.
Lengd
...Kennari
Kristján Haukur FlosasonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hvað er lokað rými og hvaða hættur geta skapast þar? Fjallað verður um fimm hættur í lokuðu rými, súrefnisleysi, of mikið súrefni, sprengifimar lofttegundir, hættulegar lofttegundir og ryk. Hvenær og hvernig á að framkvæma áhættumat vegna vinnu í lokuðu rými? Hvaða búnaður og tæki eiga að vera til staðar? Hvaða neyðarbúnaður á að vera til staðar til að bjarga fólki úr lokuðu rými. Hvenær verður að gefa út gaseyðingarvottorð og hver má gefa það út? Kynntur verður gátlisti sem gott er að fylla út áður en vinna hefst í lokuðu rými. Að lokum verður farið yfir mikilvægi lúguvaktar og lúgumanna.
Lengd
...Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði er unnið með tölvustýrðar spóntökuvélar, kennt er á Inventor CAM forrit og Haas fræsivél. Kennd eru grunnatriði í forritun, lestur og skrif á NC kóða, yfirfærsla forrits yfir í vél og keyrsla á fræsivél. Kunnátta og skilningur á virkni CNC fræsivéla nýtist í forritun og keyrslu á yfirfræsurum, 3D prenturum, skurðarvélum og fleiri gerðum af sjálfvirkum iðnaðarvélum.
Lengd
...Kennari
Bjarki BjarnasonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið veitir innsýn í vaxandi mikilvægi tæknilegs rekstrar á opinberum og einkareknum byggingum og hver eru markmið og verkefni rekstrarsviðs. Nútíma byggingar er oftar en ekki hlaðnar tæknikerfum af ýmsum toga. Starf umsjónaraðila slíkra bygginga hefur því undanfarin misseri tekið stakkaskiptum hvað varðar kröfu um tæknilæsi og meðhöndlun upplýsinga. Eitt öflugasta verkfæri umsjónarmanna er í dag hússtjórnarkerfi, en meginmarkmið þess er að stýra notkun, samræma og vakta hin ýmsu tæknikerfi byggingarinnar.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Rúnar BenediktssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið er með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja upp prentara, Bambu Lab A1 Combo, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Á þessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.
Lengd
...Kennari
Jóhannes Páll FriðrikssonStaðsetning
Fab Lab AusturlandFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig má innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma.
Lengd
...Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.
Lengd
...Kennari
Kennarar Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.