Bygginga- og mannvirkjagreinar
Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Gudmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að smíða sólpalla og skjólgirðingar. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um skjól sem er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang.
Lengd
...Kennari
Björn Jóhannsson, landslagsarkitektStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað fag- og áhugafólki um viðgerðir og viðhald eldri húsa. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í helstu þætti er varða endurbætur og varðveislu eldri húsa. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um lög og reglugerðir er varða viðgerðir og viðhald á vernduðum húsum. Farið verður yfir helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarsögu ásamt byggingartæknilegum áskorunum. Helstu áskoranir varðandi viðgerðir og framkvæmd þeirra verða einnig til umfjölunar. Námskeiðið verður haldið á Árbæjarsafni og verða safnhúsin þar skoðuð út frá byggingartækni og efnisnotkun.
Lengd
...Kennari
Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur í varðveislu byggingaStaðsetning
Borgarsögusafn - ÁrbæjarsafniFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði. Markmið þess er að kynna þátttakendum hvernig nýta megi byggingarefni sem falla til við breytingar á húsnæði og niðurrif eldri bygginga. Farið verður í gegnum aðferðir við að fjarlægja byggingarefni og valda með því sem minnstum skemmdum. Fjallað verður um meðhöndlun, geymslu og flutninga á byggingarefni sem til stendur að endurnýta. Kynntar verða hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar og rætt um helstu áskoranir varðandi endurnýtingu. Sýnd verða dæmi af nýlegum verkefnum við niðurtöku á byggingarefni. Leiðbeinendur eru Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð og Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar.
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar um málefniðStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Gudmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.
Lengd
...Kennari
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Einnig um um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum og helstu þekjuefni í blóma- og trjábeðum. Kennd verður útplöntun blóma og trjáplantna. Farið yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu- og jarðvegskröfur og aðra eiginleika. Fjallað verður um nýrri tegundir trjáa og runna sem hafa fallega haustliti eða eru fallegir að vetri til.
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur fá að framkvæma slíkar mælingar.
Lengd
...Kennari
Ásgeir Valur Einarsson, byggingafræðingur/leiðtogi í sjálfbærniStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun þeirra. Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.
Lengd
...Kennari
Magnús Kristmannsson, húsasmíðameistariStaðsetning
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, verknámshús Hraunbergi 8Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Jarðgerð/safnhaugagerð/bokashi/eldhúsjarðgerð/molta Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir uppbyggingu, meðhöndlun og umhirðu jarðgerðar/safnhaugs með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógræktar. Hluti námskeiðsins er skoðun á moltu frá maí og ágúst 2024. Námskeiðgestir taka þátt í að útbúa lífrænar afurðir til niðurbrots með bokashi aðferðinni (loftfirrt niðurbrot) og að útbúa loftháða jarðgerð. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Garðyrkjuskólann hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Lengd
...Kennari
Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMSStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði. Gervigreind hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur læra að nota ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri til að leysa raunveruleg verkefni úr byggingariðnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á að skilja bæði styrkleika og takmarkanir ChatGPT svo hægt sé að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt. Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.
Lengd
...Kennari
Hjörtur Sigurðsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan www.gróðureldar.is. Skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna. Varnarsvæði – hvers konar gróður er á slíkum svæðum. Fjallað verður um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni. Er trjágróður miseldfimur? Hvað töpum við miklu kolefni ef hann brennur? Er hægt að tryggja tré/skóg? Sagt verður frá þeim búnaði og aðferðum sem nýtast við að ráða niðurlögum gróðurelda. Næsta slökkvilið, hvaða búnað hefur það til umráða? Eru öll slökkvilið eins útbúin? Hver eru fyrstu viðbrögð við gróðureldum, hvað þarf að vera til staðar í sumarhúsinu/á svæðinu? Skiptir máli hvernig gróður er næst mannvirkjum? Í lok námskeiðs verður komið við í Slökkvistöðinni í Hveragerði og búnaður skoðaður.
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeiðið er fyrir alla sem starfa í byggingariðnaði og hafa áhuga á þéttingu á milli glugga og veggja. Tilgangur námskeiðsins er að fara yfir þéttingaraðferðir á gluggum. Á námskeiðinu er farið yfir tveggja þrepa þéttingar að utan með borðum og kítti. Hluti námskeiðsins er verklegur þar semunnið verður með efni frá SIGA Fjallað verður um kosti og galla ýmissa þéttingar aðferða.“
Lengd
...Kennari
Agnar Snædahl Gylfason, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistariStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Lengd
...Kennari
Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMSStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti. Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu. Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við Garðyrkjuskólann - FSu.
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið fjallar um skyldur og verkefni eldvarnarfulltrúa. Eldvarnarfulltrúi annast daglegar skyldur eiganda er varða brunavarnir bygginga. Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Farið verður yfir lög og reglugerðir er varða viðfangsefnið. Það eru margir aðilar sem koma að brunavörnum bygginga, bæði innan og utan fyrirtækja, farið verður yfir hlutverk hvers aðila og hvernig þessir aðilar tengjast eldvarnarfulltrúanum. Eitt af því sem farið verður yfir er gerð þjónustusamninga og verkefni viðurkenndra þjónustuaðila. Kynnt verður mikilvægi viðbragðsáætlana og hvernig skrásetningu brunavarna er almennt háttað auk þess sem farið verður yfir mikilvægi samþykktra aðaluppdrátta.
Lengd
...Kennari
Davíð Sigurður Snorrason, byggingar- og brunaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.