Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Einnig um um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum og helstu þekjuefni í blóma- og trjábeðum. Kennd verður útplöntun blóma og trjáplantna. Farið yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu- og jarðvegskröfur og aðra eiginleika. Fjallað verður um nýrri tegundir trjáa og runna sem hafa fallega haustliti eða eru fallegir að vetri til.
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun þeirra. Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00