Berglind Björk Hreinsdóttir og Harpa Þrastardóttir hjá Kjarki ráðgjöf kenna á nýju námskeiði í boði hjá Iðunni fræðslusetri: Verkstjóri í iðnaði – ábyrgð og verksvið. Þær hafa mikla reynslu af því að halda slík námskeið og ræddu um mikilvægi þess að styðja við verkstjóra í iðnaði í nýjasta þætti hlaðvarps Iðunnar, Augnablik í iðnaði.
Iðan fræðslusetur kynnti þjónustu sína á tveimur stórum viðburðum, Mannauðsdeginum í Hörpu og Starfamessunni á Vesturlandi.
Nýsveinar og aðstandendur þeirra fjölmenntu á hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær.
Íslenski landsliðshópurinn er kominn heim eftir ánægjulega og árangursríka viku á Evrópumóti iðngreina sem haldið var í Herning í Danmörku í vikunni. Í dag mun forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, taka á móti hópnum á Bessastöðum. Árangur landsliðsins er sérlega glæstur í ár og hlaut Gunnar Guðmundsson keppandi í iðnaðarrafmagni bronsverðlaun.
Yfir 100 námskeið eru nú þegar í boði hjá Iðunni á haustönn 2025 og stöðugt fleiri eru að bætast við á vefinn.