Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Quality and safety – all the way. This course is designed for anyone who handles food and needs to understand how to best ensure consumer safety, to increase their knowledge of hazards in food production and of internal controls in kitchens based on the HACCP system.
Á þessu hagnýta námskeiði færð þú innsýn í hvernig ChatGPT getur orðið þinn öflugasti aðstoðarmaður – hvort sem þú ert fagmaður á vettvangi, stjórnandi eða frumkvöðull.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00