Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.
Inntak námskeiðsins er miðað við undirbúning til hæfnisvottunar í kæli- og frystitækni samkvæmt opinberum kröfum (nr. 1066/2019, 517/2014, 590/2018 og 2067/2015 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir). Námskeiðið endar með mati til vottunar hjá UST. Kennsla: Tveir dagar 09.00 - 16.00 Próf í samráði við kennara: 6 klst.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00