Ungt fólk í iðnaði
Margrét Arnarsdóttir rafvirki og formaður IÐN-UNG segir mikilvægt að hlusta á raddir ungs fólks í iðnaði.
Margrét er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um IÐN-UNG, hlutverk þess og framtíðarplön.
IÐN-UNG er hagsmunafélag fyrir ungt fólk í iðnaði. Hlutverk félagsins er að halda utan um hagsmuni ungs fólks innan iðnstéttanna og kynna því hlutverk og mikilvægi stéttarfélaganna.
Framtíðaráætlun félagsins er að stofna heildstætt félag með öfluga og virka stjórn sem stendur fyrir margvíslegum viðburðum, heldur utan um samskipti milli skóla og vinnumarkaðar fyrir ungt fólk og gætir hagsmuna ungra iðnaðarmanna.