Sveinspróf í prent- og miðlunargreinum

DSC04113

Hvenær má ég sækja um í sveinspróf?

  • Þú þarft að hafa lokið rafrænni ferilbók
  • Þú þarft að hafa útskrifast úr skóla eða að vera á lokaönn í iðnnámi og útskrifast fyrir töku sveinsprófs.

Hvaða gögnum þarf ég að skila með umsókn um sveinspróf?

  • Staðfestingu að rafrænni ferilbók sé lokið
  • Burtfararskírteini úr skólanum með einkunnum eða staðfestingu á því að þú munir útskrifast á yfirstandandi önn og fyrir töku sveinsprófs.

Ertu ekki í rafrænni ferilbók heldur á námssamningi eftir eldra kerfi?

  • Þá þarftu að senda lífeyrissjóðsyfirlit til staðfestingar á vinnutíma með umsókninni

Þegar umsóknarfrestur er liðinn fær umsækjandi bréf með upplýsingum um prófstað, dagsetningu, leyfis- og efnisgjald þar sem það á við.

Próftaki sem óskar eftir sérúrræði í sveinsprófi, þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa Iðunnar.

Sveinspróf í grafískri miðlun 

Sveinspróf í Grafískri miðlun verður í október 2025, bóklegt próf 2.október, verklegt próf 6.-7.október. Umsóknarfrestur er til 20.ágúst 2025

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í prentsmíð 2023-2027

Sveinspróf í bókbandi

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í bókbandi 2023-2027

Sveinspróf í prentun

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í prentun 2023-2027

Sveinspróf í ljósmyndun 

Sveinspróf í ljósmyndun verður 13. - 17.október 2025. Umsóknarfrestur er til 1. september 2025

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í ljósmyndun 2023-2027