Jón Gísli Jónsson fyrirliði landsliðs kjötiðnaðarmanna gefur góð ráð um flanksteik.
Flanksteikin er vinsæl meðal matreiðsluáhugamanna og hentar vel í taco, nautasalöt og vefjur. Hana þarf að matreiða og bera fram af natni svo hún verði ekki seig. Sé hún elduð og meðhöndluð með réttum hætti verður hún mjúk og safarík.
Nýverið gafst okkur tækifæri að fylgjast með Jóni Gísla að störfum og sýndi hann okkur hvernig hann undirbýr flanksteik á grillið.