Fjöldi fulltrúa úr iðngreinum á Norðurlandi, kennarar og starfsfólk fyrirtækja komu saman á opnum fundi á Akureyri í gær þar sem fjallað var um stöðu símenntunar í landshlutanum og hlutverk Iðunnar fræðsluseturs.
Hópur nýsveina í níu greinum tók við sveinsbréfum sínum í Nausti í Hofi á Akureyri í liðinni viku.
Katla Þórudóttir nemi í matreiðslu fór nýverið í starfsnám á danska veitingastaðnum Aure í Kaupmannahöfn.