Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

IMI Rafbílanámskeið þrep 4 - Bilanagreining og viðgerðir í lifandi kerfi

Námskeiðið er hannað til að gefa þeim sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningu raf/tvinn bíla nægjanlega þekkingu hæfni til að vinna í lifandi kerfi s.s. þegar unnið er við háspennu rafhlöður en þar er hættan einmitt mest. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með tveim verklegum æfingum og skriflegu verkefni.

Loftræsing íbúðarhúsnæðis

Þetta námskeið er fyrir aðila sem að koma útfærslu og uppsetningu á loftræsikerfum í byggingum. Í námskeiðinu verður sett áhersla á loftræsingu íbúðarhúsnæðis. Farið verður yfir mismunandi gerðir loftræsilausna, mikilvægi loftræsingar, loftgæði, orkunotkun, reglugerðarkröfur og mismunandi möguleika við stýringu. Skoðum sérstaklega úrfærslur á loftskiptakerfum í nýju íbúðarhúsnæði. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir.

Raki og mygla í húsum 2

Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

Excel í Iðnaði: Formúlur

Á þessu námskeiði er markmiðið að þátttakendur nái betri tökum á Excel töflureikninum, útreikningum og helstu formúlum sem er algengt að styðjast við í iðnaði.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband