Styrkir til vinnustaðanáms í Evrópu
Menntaáætlun ESB veitir iðnnemum og nýsveinum tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar innan síns fagsviðs í öðrum Evrópulöndum.
Um er að ræða dvöl til lengri eða skemmri tíma (lágmark 2 vikur) þar sem markmiðið er að kynnast nýju fólki og vinnubrögðum. Með þátttöku getur nemandi meðal annars aukið starfsmöguleika sína heima og erlendis.
Reynsla úr slíkum verkefnum gefur ferilskránni aukið vægi. Styrk upphæðir eru mismunandi á milli landa og taka mið af lengd dvalar.
Algengar spurningar
Styrkirnir eru fyrir nýsveina og iðnnema sem vilja efla faglega og persónulega færni. Einnig geta leiðbeinendur og nefndarfólk Iðunnar farið í námsheimsóknir í skóla og fyrirtæki.
- Austurríki
- Belgía
- Bretland
- Danmörk
- Finnland
- Frakkland
- Ítalía
- Norður Írland
- Noregur
- Pólland
- Spánn
- Svíþjóð
- Þýskaland
- Matvæla- og veitingagreinar
- Málm- og véltæknigreinar
- Bíliðngreinar
- Prent- og miðlunargreinar
- Snyrtigreinar
- Bygginga- og mannvirkjagreinar
Sótt er um styrkina með því að fylla út umsóknareyðublað hér á vefnum.
Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna þeirra hvaðan sem styrkjanna er aflað. Upplýsingar um skattskylda styrki má finna hér.
Iðan fræðslusetur leggur áherslu á gæði námsmannaskipta í Evrópu. Unnið er eftir ákveðnum verklagsreglum sem eru settar af Erasmus+ og EQAMOB gæðaviðmiða.
Hafðu samband við okkur í síma 590 6400 eða með tölvupósti á netfangið idan(hjá)idan.is og við aðstoðum þig við að efla þína færni!

