Alþjóðasamstarf og innlend samstarfsverkefni
Eitt helsta markmið Iðunnar fræðsluseturs er að vera stöðugt í fararbroddi í símenntun iðngreina og stuðla þar með að framþróun í menntamálum sem snerta iðnaðinn og eflingu atvinnulífs. Iðan tekur þátt í ýmiss konar samstarfi, formlegu og óformlegu, við stofnanir, fræðsluaðila og hagsmunasamtök bæði innanlands og erlendis. Tilgangurinn með samstarfinu er að miðla upplýsingum og sérfræðiþekkingu um menntamál í iðnaði, stuðla að nýjungum í námskeiðsframboði og styrkja þróun og framkvæmd verkefna sem Iðan vinnur að hverju sinni.
Hér er hægt að kynna sér þróunarverkefni Iðunnar:
- Þróun iðnnáms sem stuðlar að félagslegri inngildingu
- VISKA - Raunfærnimat fyrir innflytjendur.
- Ævintýri í Evrópu - Námsmannaskipti í Evrópu.
- NIKK - Jafnrétti og vinnustaðanám í iðn- og starfsgreinum.
- EQAMOB - Gæðakerfi fyrir fyrirtæki sem taka þáttt í námsmannaskiptum.