image description

Námssamningar í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum

Nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum hefst með þriggja anna sameiginlegu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina en að því loknu velja nemendur sérnám í bókasafnstækni, bókbandsiðn, fjölmiðlatækni, grafískri miðlun (prentsmíði), ljósmyndun, prentun, nettækni og veftækni.

Eftirfarandi námsgreinar eru löggiltar iðngreinar. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bókbandi er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bókbandi og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í bókbandi:

Meðalnámstími í ljósmyndun er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í ljósmyndun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í ljósmyndun:

Meðalnámstími er 3 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
Námið er alls 157 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Prentun er löggilt iðngrein og er kennd í Tækniskólanum.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í prentun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í prentun:

Meðalnámstími í grafískri miðlun er 4 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í grafískri miðlun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í grafískri miðlun:

Eftirfarandi námsgreinar eru starfsnám:

  • Bókasafnstækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Fjölmiðlatækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Nettækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Veftækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starsfþjálfun.

Nemandi sem hefur lokið prófi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum við framhaldsskóla gerir námssamning við vinnustað um starfsnám. Starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum tekur 48 vikur að lágmarki. Um leið og neminn hefur ráðið sig til vinnu sækir hann um vinnustaðanámssamning. Neminn getur tekið vinnustaðanám á einum vinnustað eða skipt því á milli fleiri vinnustaða. Þegar vinnustaðanáminu er skipt á milli vinnustaða þarf að gera nýjan samning. Í ferilbók eru þeir verkþættir skráðir sem neminn lærir á námstímanum. Verktaka vinna er ekki metin.

Upplýsingar um sveinspróf í upplýsing - og fjölmiðlagreinum er að finna hér.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband