image description

Námssamningar í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum

Nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum hefst með þriggja anna sameiginlegu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina en að því loknu velja nemendur sérnám í bókasafnstækni, bókbandsiðn, fjölmiðlatækni, grafískri miðlun (prentsmíði), ljósmyndun, prentun, nettækni og veftækni.

Eftirfarandi námsgreinar eru löggiltar iðngreinar. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bókbandi er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Sveinspróf - Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bókbandi og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í ljósmyndun er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í ljósmyndun og síðar meir til meistaranáms

Meðalnámstími er 3 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
Námið er alls 157 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Tækniskólinn kennir nú eftir tilraunanámskrá.

Prentun er löggilt iðngrein og er kennd í Tækniskólanum.

Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í prentun og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í grafískri miðlun er 4 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í grafískri miðlun og síðar meir til meistaranáms.

Eftirfarandi námsgreinar eru starfsnám:

  • Bókasafnstækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Fjölmiðlatækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Nettækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
  • Veftækni - 4 annir í skóla og 48 vikna starsfþjálfun.

Nemandi sem hefur lokið prófi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum við framhaldsskóla gerir námssamning við vinnustað um starfsnám. Starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum tekur 48 vikur að lágmarki. Um leið og neminn hefur ráðið sig til vinnu sækir hann um vinnustaðanámssamning. Neminn getur tekið vinnustaðanám á einum vinnustað eða skipt því á milli fleiri vinnustaða. Þegar vinnustaðanáminu er skipt á milli vinnustaða þarf að gera nýjan samning. Í ferilbók eru þeir verkþættir skráðir sem neminn lærir á námstímanum. Verktaka vinna er ekki metin.

Upplýsingar um sveinspróf í upplýsing - og fjölmiðlagreinum er að finna hér.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband