image description

Starfsgreinaráð

Starfsgreinaráð eru skipuð á grundvelli 24. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Í reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða nr. 711/2009 með áorðinni breytingu (reglugerð nr. 1007/2009) kemur fram á hvaða sviðum starfsgreinaráð eru skipuð.

Hvert á sínu sviði gegna starfsgreinaráðin eftirfarandi hlutverkum:

  • Veita mennta- og menningarmálaráðherra ráðgjöf um málefni starfsmenntunar á framhaldsskólastigi.
  • Gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautalýsingar byggjast á.
  • Gera tillögur um lokamarkmið náms.
  • Setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla og á vinnustað og gera tillögur um uppbyggingu og inntak prófa í einstökum starfsgreinum.
  • Halda skrá um fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði um vinnustaðanám.
  • Gera tillögur um námsbrautalýsingar fyrir einstakar námsbrautir.
  • Veita ráðherra umsögn um námsbrautalýsingar sem einstakir skólar leita staðfestingar á.
  • Gert er ráð fyrir að starfsgreinaráð geti stofnað sérstök fagráð fyrir starfsgrein eða starfsgreinaflokk skipuð fulltrúum einstakra starfsgreina og fagkennurum skóla eða öðrum sérfræðingum. Hlutverk fagráða er að veita ráðgjöf um nýjungar og þróun starfsgreina á viðkomandi sviði og gera tillögur um sérstök tilrauna- og þróunarverkefni.

Nánari upplýsingar um starfsgreinaráð

Starfsgreinaráð eru skipuð á grundvelli 24. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Í reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða nr. 711/2009 með áorðinni breytingu (reglugerð nr. 1007/2009) kemur fram á hvaða sviðum starfsgreinaráð eru skipuð.

Aðalmenn
NafnFélag
Auður ÞórhallsdóttirSamtök atvinnulífsins
Hilmar HarðarsonAlþýðusamband Íslands
Ingibergur ElíassonFélag íslenskra framhaldsskóla
Ólafur FinnbogasonSamtök atvinnulífsins
Sveinn IngasonAlþýðusamband Íslands
Þórarinn SverrissonAlþýðusamband Íslands
Özur LárussonBílgreinasambandið
Varamenn
Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband