image description

Nemaleyfi

Í flestum greinum þurfa vinnustaðir að hafa leyfi nemaleyfisnefndar til að taka nema á námssamning.

Starfsgreinaráð geta skv. 9. gr. reglugerðar nr. 840/2011 komið á fót nemaleyfisnefndum til þess að fara yfir umsóknir einstakra fyrirtækja eða meistara um heimild til að taka nemendur í starfsþjálfun eða á námssamning og afgreiða þær. Mennta- og menningarmálaráðherra setur nemaleyfisnefndum erindisbréf.

Vakin er athygli á ákvæði 8.gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978 þar sem segir að aðeins meistarar, sveinar og nemar í iðninni hafi rétt til að starfa í löggiltri iðngrein.

Upplýsingar um nemaleyfi og nemaleyfisnefndir

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband