image description

Námssamningar í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum

Nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum hefst með þriggja anna sameiginlegu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina en að því loknu velja nemendur sérnám í bókbandsiðn, grafískri miðlun (prentsmíði), ljósmyndun, prentun.

Eftirfarandi námsgreinar eru löggiltar iðngreinar. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bókbandi er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bókbandi og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki sem hafa verið með nema í bókbandi síðustu tvö ár:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Oddi prentun og umbúðir ehf.Höfðabakka 3-7110
Pixel ehf.Ármúla 1108
Prentmet ehfLynghálsi 1110
Svansprent ehfAuðbrekku 12200

Meðalnámstími í ljósmyndun er 4 ár, samtals x annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 24 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í ljósmyndun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki sem hafa tekið nema í ljósmyndun síðustu tvö ár:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Árvakur hfHádegismóum 2110
Birtingur útgáfufélag ehfLyngási 17210
Icelandic Times MediaSíðumúla 1108
Ljósmynd ehfStuðlabergi 16221
Ljósmyndakompaníið ehfHlégerði 13200
Ljósmyndastofa GarðabæjarGarðatorgi 7210
Ljósmyndir RutarSkipholti 31105
Svipmyndir ehfHverfisgata 50101

Meðalnámstími er 3 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.
Námið er alls 157 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Prentun er löggilt iðngrein og er kennd í Tækniskólanum.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í prentun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki sem hafa tekið nema í prentun síðustu tvö ár:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Hjá GuðjónÓ ehfÞverholti 13105
Ísafoldarprentsmiðja ehfSuðurhrauni 1210
MiðaprentSkemmuvegi 4200
Svansprent ehfAuðbrekku 12200
Vörumerking ehfSuðurhrauni 4210

Meðalnámstími í grafískri miðlun er 4 ár, samtals 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 32 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í grafískri miðlun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki sem hafa tekið nema í grafískri miðlun síðustu tvö ár:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
365 - miðlar ehfSkaftahlíð 24105
Árvakur hfHádegismóum 2110
Ásprent - Stíll ehfGlerárgötu 28600
EXPO Kópavogur ehfSkemmuvegi 4a200
FestiSkarfagarði 2104
Héraðsprent ehfMiðvangi 1700
IcePharma hfLynghálsi 13110
Ísafoldarprentsmiðja ehfSuðurhrauni 1210
Landsprent ehfHádegismóum 2110
Litlaprent ehfSkemmuvegi 4200
Litróf ehfVatnagörðum 14104
Miklatorg hfKauptúni 4210
NámsgagnastofnunVíkurhvarfi 3203
Oddi prentun og umbúðir ehf.Höfðabakka 3-7110
Pixel ehf.Ármúla 1108
Prentmet ehfLynghálsi 1110
Prentsmiðjan Oddi ehfHöfðabakka 3-7110
Skessuhorn ehf.Kirkjubraut 56300
Svansprent ehfAuðbrekku 12200

Nemandi sem hefur lokið prófi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum við framhaldsskóla gerir námssamning við vinnustað um starfsnám. Starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum tekur 48 vikur að lágmarki. Um leið og neminn hefur ráðið sig til vinnu sækir hann um vinnustaðanámssamning. Neminn getur tekið vinnustaðanám á einum vinnustað eða skipt því á milli fleiri vinnustaða. Þegar vinnustaðanáminu er skipt á milli vinnustaða þarf að gera nýjan samning. Í ferilbók eru þeir verkþættir skráðir sem neminn lærir á námstímanum. Verktaka vinna er ekki metin.

Upplýsingar um sveinspróf í upplýsing - og fjölmiðlagreinum er að finna hér.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband